Mér finnst áhugavert að velta fyrir mér þær ólíku hliðar sem grunnskólarnir hafa. Til dæmis virðingaleysi gagnvart þeim nemendum sem ganga illa í skóla. Það er eins og kennurum detti ekkert betra í hug enn að senda börn með námserfileika til “sérkennslu”. Og í mörgum bæjarfélögum kjósa kennarar að líta á lesblindu sem námsleti, og hunsa oft mat sérfræðinga. Hvað þarf til að kennarar fatti að lífið í skólunum snúist um meira en einkunnir? Eineldi, stríðni, og vandamál innan fjölskyldunar geta haft áhrif á námsgetu einstaklings. Það er ekki hægt að líkja börnum við fullorðið fólk í smærri mynd. Börn eru sífellt að læra nýja hluti og mótast sem einstaklingar. Það segir sig sjálft þegar börnum á sama aldri er sett saman í sömu kennslustofuna, þá verða til mikil félagsleg tengsl. Auðvitað mun það skipta miklu máli fyrir barn hvað þröngur hópur af jafnöldrum lítur á viðkomandi, 5 daga vikunar í 10 ár. Hvað er að því að efla aga í skólum, það er stundum eins og fólk haldi að maður vilji stofna herskóla, vegna þess að maður ofbýður stundum agaleysi í skólum, og marga kennara sem varla er hægt að kalla þroskaða einstaklinga. Svo er það annað mál með þetta tísku-æði hjá ríkinu að einkavæði alla fjandann sem hægt er að einkavæða. Vill ríkistjórnin virkilega sjá nemendur ganga með bindi og borga þúsundkalla úr eigin vasa til að fjármagna lífsnauðsynlegt nám á grunn-stigi. Æi ég veit ekki hvað meira ég vill segja í auknablikinu, ég vona bara að menntakerfið verði ekki amerískt! Endilega komið með álit á þessu máli!