Mozambique, Comoros, Sao Tone & Principe, Ekuador, Cote d’Ivoire, Papúa nýja Guinea, Kenya, Angola, Georgia….listinn er endalaus.
Ég er búinn að segja að skilgreining mín á kapítalisma er að ríkur verður ríkari og fátækur verður fátækari.
En segð þú mér nú, hvað er svo sem að sósíalisma? Afhverju ertu á móti honum? Hann virkar. Kommúnismi finnst mér ganga of langt þegar það kemur að eignarréttinum, en sósíalisminn lagar þann galla.
Stríð getur einungis af sér fleiri stríð og dauða, lærum af boðskap Gandhi.
Þetta er eitthvað sem kapitalismi hefur leitt af sér:
,,Botsvana hefur náð miklum árangri þrátt fyrir landfræðilega legu sína með því að stefna að og ná talsverðu efnahagslegu frelsi. Íbúar Botsvana njóta umtalsvert meiri hagsældar heldur en lönd í nágrenninu.
Árið 1970, var landsframleiðsla Botsvana á mann $590, eða talsvert lægra en meðaltal Afríkulanda sem er $609. Eftir þrjá áratugi af tiltölulega miklu efnahagslegu frelsi jókst landsframleiðsla á mann og nemur nú um $3.950 árlega á meðan önnur Afríkulönd sem stóðu í stað hvað varðar efnahagslegt frelsi upplifðu það að landsframleiðsla þeirra á mann dróst saman og nemur nú um $564.
Í nýjustu útgáfu frelsisvísitölunnar er Botsvana í sæti 26 og skipar sér á bekk með þróuðum þjóðum á borð við Noreg og Japan.´´
Sem sagt, allir verða ríkari
En hvað varðar sósíalisma, fyrir mér skiptir það ekki máli hvort hann “gengur upp” eða ekki. Mér finnst pælingin vera ógeðfelld. Brýtur á náttúrulegum rétti einstaklinga til frelsis. Auk þess hefur frelsið reynst vera mun betri aðferð til að bæta hag allra.
0