Well, þetta fer að verða heldur barnalegt hjá ykkur, þó sérstaklega öðrum ykkar og ég ætla ekkert að fullyrða um hver það er. ;)
Allavega. Eins og hann segir sjálfur finnst honum líklegra að tíminn leiði í ljós að “hann hafi rétt fyrir sér”, vegna þess einmitt að hann er ekki að fullyrða um eitthvað sem hann veit ekki, andstætt því sem þú einmitt virðist vera að gera.
En það er engin dauðasök. Allir gera þetta af og til, en þó sérstaklega í byrjun ferils síns í að tala opinberlega, svosem á Huga. En svo á eftir fer hann að rökstyðja gegn kenningu þinni á þeim forsendum einmitt að kenning þín er mjög illa rökstutt (eða varla neitt, reyndar), og hann er ekki að segja að þú hafir rangt fyrir þér, heldur er hann að ítreka enn og aftur hversu innantóm kenning þín er, þó að sé… jújú, möguleiki á því að hún sé rétt. En það væri þá fyrir tilviljun, ekki fyrir það að þú sæjir einfaldlega hvað væri í gangi, vegna þess að eins og hann hefur mjög vel sýnt fram á, hefur þú ekki tekið tillit til þeirra þátta sem þarf að taka til þegar maður dregur ályktanir.
Þú reynir að verja þig, jújú… þú ert ekkert vondur. Og hann þorir alveg að segja það sem hann meinar, munurinn á þér og honum er sá að hann sér ekki ástæðu til að hrópa ástæður fyrr en búið er að skoða alla þætti sem koma málinu við, ólíkt þér sem virðist knúinn af þörf til að hafa skoðanir á hlutum sem þú veist jafnvel mætavel sjálfur að þú hefur ekki kynnt þér nægilega vel.
Og þetta var fullyrðing hjá þér til að byrja með. Þetta voru ekki skilgreindar pælingar eða upphá hugsun. Eins og ég segi, nánast allir gera þau mistök í byrjun opinbers rifrildisferils síns, sérstaklega þegar rökrætt er í riti eins og hér á Huga. Ekkert til að setja út á þig fyrir svosem, en rétt er að gera eins og hann byrjaði réttilega á að gera, að leiðrétta þig. En þú “gefst ekki upp”, því þú virðist einhvern veginn halda að þetta hafi þróast út í það að vinna einhverjar rökræður. Rökræður eiga ekki að snúast um að vinna eða tapa. Ég held þú gerir þér meðvitað grein fyrir þessu, en ekki ómeðvitað, og því hafir þú þessa tilhneigingu til að viðurkenna ekki mistök í riti þínu.
En ég ætla ekki að henda skít í þig, og ég vona að þú trúir því að ég vil ekki tala niður til þín; En ég tel þú lærir af þessu og verðir ágætur rifrildisseggur hér á Huga síðar meir. :)<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is