,,Nei, þeir þyrftu ennþá að stunda auðgunarbrot af því að fíklar geta ekki unnið eðlilega vinnu.´´
Jamm en efnin eru mun ódýrari og aðgengilegri. Fyrir utan það að hasshausar geta vel unnið, nema þeir séu mjög, mjög langt leiddir.
,,Eina sem myndi gerast er að þeim myndi fjölga.´´
Rökstyddu þetta þakka þér fyrir, ekki fleygja þessu fram eins og staðreynd.
,,Ef lögin væru þannig að það væri dauðarefsing fyrir fíkniefni, þá myndi engin þora að byrja á þeim.´´
Þetta er beinlínis ekki rétt. Refsingar fyrir fíkniefnabrot hafa þyngst verulega á undangengnum árum enda er heimurinn sífellt að verða harðari og stærri ( þrátt fyrir bannið ) sama er upp á teningnum í BNA. Þeir verja sífellt meiri fjármunum í að elta uppi og fangelsa einstaklinga sem hafa ekkert af sér gert nema hugsanlega skaðað sjálfan sig. Morð hafa tvöfaldast í BNA síðan WOD byrjaði og um 400.000, manns að mig minnir, sitja inni fyrir varðveislu kannabis til einkanota. Þrátt fyrir þessa miklu baráttu gegn fíkniefnum hefur neyslan aukist og fleiri neytendur bæst í hópinn. Segðu mér nú, heldurðu í alvörunni að dauðarefsing myndi fæla fólk frá fíkniefnaneyslu? Fyrir utan það að slík refsing geri ekkert til að minnka neysluna þá er það í besta falli viðbjóðslegt athæfi að taka fólk af lífi fyrir að stunda iðju sem þeim finnst skemmtileg. Myndir þú vilja vera tekinn af lífi fyrir að stunda þitt áhugamál?