Þessi teksti er tekinn ef
Andspyrnu.net“Hvað er anarkismi?
Anarkismi er pólitísk hugmyndafræði sem hefur verið kaffærð í misskilningi. Misskilningurinn kemur mestmegnis til af þeirri staðreynd að anarkismi er afar óvenjuleg leið til nálgunar hvers viðfangsefnis, leið sem ekki er hægt setja inn í einföld slagorð eða grípandi setningar. Ef að tíu anarkistar væru spurðir um sína skilgreiningu á anarkisma fengjust líklega tíu mismunandi útlistanir. Anarkismi er miklu meira en bara pólitísk hugmyndafræði því hér er um að ræða lífsstíl sem inniheldur pólítísk, praktísk og persónuleg viðhorf.
Grundvallarspeki anarkisma er, að yfirvald, hvort sem um er að ræða ríki, kirkju, feðraveldið eða efnahagslegan hagsmunahóp, er ekki bara óþarft heldur og kemur það í veg fyrir að hæfileikar hvers einstaklings fái að njóta sín. Anarkistar almennt trúa því að manneskjur séu færar um að annast eigin mál á grunni sköpunarvilja, samvinnu, og gagnkvæmrar virðingar. Allt vald spillir og vilji yfirvalda beinist alltaf að því að auka eigin völd í stað þess að hugsa fyrst og fremst um þá sem undir þeim sitja. Anarkistum finnst að siðferði sé persónulegt málefni sem skyldi byggja á umhyggju fyrir öðrum og velfarnaði samfélagsins frekar en að siðferði sé bundið í lög sem framfylgt er með lögreglu eða trúarbrögðum.
Flestir hugmyndafræðingar anarkista segja einstaklinga ábyrga fyrir eigin hegðun. Forsjárhyggja yfirvalda elur af sér ómanneskjulegan hugsunarhátt sem lætur leiðtogum eftir ákvarðanatöku hvað varðar þarfir og gerðir almennings frekar en að fólk hugsi fyrir sig sjálft. Þegar eitthvað ákveðið yfirvald tekur sér réttinn til að taka grundvallarákvarðanir sem snerta persónulegt siðferði , t.d. varðandi líf og dauða, er mannlegu frelsi mjög þröngur stakkur skorinn.
Anarkistar sjá tengslin milli milli ýmissa forma kúgunar, til að mynda kynjamisréttis, kynþáttamisréttis eða misréttis á grunni kynhneigðar eða þjóðrembu, og gera sér grein fyrir markleysi þess að berjast gegn einu formi kúgunar meðan annar ófögnuður sama eðlis fær að vaða uppi óáreittur. Flestir Anarkistar trúa því að þegar ráðist er í tilraunir til að umbylta hlutunum verði aðferðirnar sem er beitt að vera í samræmi við þá útkomu sem vonast er til að ná. Þó að anarkistar séu oft ósammála um leiðir til að ná fram breytingum og baráttuaðferðir, eins og hvort mynda eigi opinber samtök eða hvort eigi að hafa í frammi aðgerðir sem fela í sér ofbeldi, þá eru flestir sammála um að áherslan má ekki vera á að bara eyðileggja núverandi skipulag, heldur og að byggja upp nýtt, sem er þá mannvænna og býður upp á rökréttari möguleika í stað þess gamla.”