Foringjann?
Það er alltaf jafn fyndið hvað fólk er fljótt að hlaupa upp til handa og fóta ‘Davíð er nasisti!’ ‘Stjórnkerfið á Íslandi er spilltara en í Úkraínu/Nígeríu/Írak!’ ‘Ég hafði ekki efni á að kaupa mér pizzu einu sinni! Það er FÁTÆKT á Íslandi!’
Nú er ég alls ekki að gera lítið úr fátæku fólki á Íslandi. Það er til og ég veit það. En það er ekki vegna stjórnkerfisins einungis, hvað þá vegna eins manns sem að er ekki einu sinni forsætisráðherra.
Helstu óvinir Davíðs eru ríkustu menn landsins.
Davíð Oddson einn og sér gerir ekkert fyrir landið. En hann er góður stjórnmálamaður - í sama klassa og Steingrímur J, að mínu mati - og undir stjórn hans hefur lífið á Íslandi farið upp á við.
Reyndar er Davíð ekki kominn af blökkumönnum, en það prýddi forsíðu DV minnir mig fyrir nokkrum árum…mér finnst það bara fyndið, endilega segði mér hvað er svona hræðilegt við það?
Forningjadýrkun á sér einfaldlega ekki stað á Íslandi. Davíð er aldrei gerður að aðalumræðuefni á fundum SUS; hann er ekki ímynd flokksins heldur frelsið. Hann einn og sér er enginn boðberi frelsis.
Hins vegar virðist sem svo að sumum standi mikil ógn af Davíð Oddsyni og stjórnmálahæfileikum hans. Þegar að málefnalegar umræður eru búnar er ávallt ráðist á hans karakter, einfaldlega vegna flokks. Það eru fordómar.
Eyrún