Að mínu mati er Micheal Moore algjör snillingur, eftir að hafa horft á nýju myndina hans þá hugsa ég alltaf ennþá meira um að einhver kall hér landi þarf að taka sig til og hrella okkar stjórnmála mennn.
Eitt mjög sterkt atriði sem ég sá í myndinni hans var hve hryllilega stór hluti fólks í BNA eru algjörir heimskingjar varðandi stjórnmál. Fólk í BNA þarf að fara hugsa meira um hvað er að gerast, það er verið að stjórna þeim eins og einhverjum brúðum. Ég sjálfur hef aldrei tjáð mig mikið um stjórnmál þar sem ég er mjög óöruggur um það sem ég segi, samt finn ég sjálfan mig rjúfa þessa þögn núna þar sem svona stjórnun á frjálsri hugsun manna er svift frá þeim. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk gerir í að verja sínar hugsanir, að það sé ekki opið fyrir breytingum, ég var eitt sinn svoleiðis en þá var ég yngri og þegar systir mín var að reyna koma viti fyrir mig þá gerði ekkert annað en að fara þvert á móti henni um ákveðin málefni(en það var bara til að pirra hana).
Nú til dags sé ég meira segja að hér á landi er fjöldi fólks er staðfast í að halda sínum röngum hugmyndum gagnvart stjórnmálum, þótt að fólk á náttúrulega skilið að halda sínum skoðunum á málefnum og að maður hafi engan rétt á því að þrýsta á þau að breyta þeim, þá get ég allavega ekki staðið og hlusta á t.d mína eigin Mömmu talandi um fátækt fólk út í Írak, að það sé algjört úrkynjað lið sem á skilið að deyja.
Mamma mín neitaði meira segja að horfa á mynd Michael Moores bara út af því að ef hún horfir á hana þá veit hún strax að hún hefur rangar skoðanir gagnvart mörgu í heiminum og það er eitt sem hún vill frekar deyja fyrir en að viðurkenna(þetta gildir um margt fólk sem ég þekki).
Ég vona allavega að þessi fjölþátta umfjöllum mín um þessi smáu en stóru mál hafi ekki verið bara rugl í ungum strák sem er að byrja að tjá sig ;)