Já, mér finnst þetta undarleg ákvörðun.
Sérstaklega þar sem svo mikið er ábótavant í grunnskólana okkar, frekar heldur en raunverulegur tími sem fer í kennslu. En þetta er ábyggilega afleiðing af samningunum við kennarana. Þeir hafa þurft að fá eitthvað á móti, og ég held hreint út sagt að Björn Bjarnason geri sér einfaldlega ekki grein fyrir því *hvað* er að grunnskólakerfinu, frekar en flest annað fullorðið fólk.
Það eru mjög fáir skólar á Reykjavíkursvæðinu sem geta gortað af því að kunna að díla við vandamál af nokkurri tegund. Ég lenti nú í ýmsu sjálfur í grunnskóla, og skal ég segja þér það að ef barn mitt lendir í nokkurs konar vandræðum í skólanum er skólakerfið það síðasta sem ég mun velja til að koma barni mínu til hjálpar.
Mér finnst gamaldags skammhugsun alveg dæmigerð fyrir grunnskólakerfið. Í menntaskóla slaknar aðeins á þessu, enda er það tilfellið að krakkar þroskast eftir því sem reglur eru samdar af viti… það er ekki öfugt eins og margir virðast halda. 12 ára krakkar eru í frumskógunum hæfir til að eignast börn, og þó ég sé nú ekki að mæla með svo lágum aldri fyrir barneignir, vil ég benda á það sem rök fyrir því að krakkar eru ekki þessir árans hálfvitar sem fullorðið fólk heldur alltaf að þeir séu, jafnvel þó að krakkar séu minni í hæð, fái ekki skegg og eitthvað.
En gott dæmi er til dæmis það að bannað sé að ganga um með kók á skólagöngum. Hvers vegna? Af því bara. Nú er það auðvitað ekkert stórmál að krakkar megi ekki drekka kók í friði, en þetta er bara ágætis dæmi um þá rökhugsun sem stendur á bakvið reglusetningar í skólum almennt. Sama rugl er í gangi þegar ákvarðað er í hvaða tíma krakkar eiga að fara, hvenær, og hvort þeir hafi nokkuð við þá tíma að gera. “Af því bara” og “Það *er* bara svona” eru tvö algengustu svör sem maður heyrir frá skólakerfi Ríkisins. Eða þá að maður fær bullshit svör eins og að kók sé óhollt og að krakkar þurfi nú bara að kynnast því að fara í handiðn, sem er notlega fáránlegt að hafa nema sem valgrein.
ÞAÐ er ástæðan fyrir því að ég er hlynntur einkareknum skólum. Ekki vegna þess að ég er hægrisinnaður, heldur því að ég hef ekki trú á Íslenska Ríkinu til að framfylgja skólakerfinu af minnsta viti frekar en nokkurri annarri opinberri stofnun.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is