Síðustu atburðir hafa sýnt svart á hvítu að stjórnmálamenn hafa brugðist fólkinu. Þeir leysa ekki vanda heldur búa hann til. Þeir skemmta sér meðan Róm brennur. Kennaraverkfall sem er búið til að aðgerðum stjórnvalda. Kjarabætur til alþingismanna og ráðherra með kjaradómur og eigin aðgerðum á þingi (eftirlaunafrumvarp) hafa grafið undan trausti almennings á valdhöfum og aukið væntingar launafólks. En þó valdhafar og business menn þjóðarinnar sitji við veisluborð þá fær almúginn aðeins að horfa á og lesa um í Séð og Heyrt. Já, því miður eru stjórnmálamenn ekki vandanum vaxnir.