Já, ef þú hefðir hugmynd um hvaða afsakanir þessir menn hafa til þess að vera ekki viðstaddir, myndirðu kannski endurskoða þessi orð. Sannleikurinn er sá að Þingmenn og ráðherrar hafa oft betri hluti að gera en að ræða á Þingi málefni sem koma þeim ekki við. Menn sem eru að vinna í öðrum málum en þeim sem er verið að ræða hverju sinni á Alþingi, kemur ekki jafn mikið við hvað fer fram þar, og þeim sem eru að vinna með málin sjálf.
Einnig langar mig að benda á það að Alþingismenn eru ekkert á einhverjum geðveikislegum launum, og finnst mér þessi 300.000 kall sem þú minnist á mjög vafasamur. Þetta man ég eftir umræðu sem skapaðist fyrir nokkrum árum, sem fjallaði einmitt um kjör Alþingismanna. Munurinn er hinsvegar sá að Alþingismenn fá allskonar bætur og styrki og drasl sem við hin njótum ekki. Eðlilega, þetta er fólkið sem stjórnar landinu okkar, og ef þú lætur það hafa lægri laun, vinnur það einfaldlega vinnu sína ekki jafn vel. Það hefur margsannað sig að hærri laun hvetja menn til að þykja vænna um vinnuna sína. Sama saga og með kennarana. Ástæðan fyrir því að það er jafn gagnlegt að fara í Iðnskólann og að horfa á 5 syrpur af Friends, er sú að kennararnir eru á lúsarlaunum, og þeir einu sem segja eitthvað af viti þarna eru þeir sem eru í þessu af persónulegum metnaði, sem að sjálfsögðu deyr við lág kjör.
Svo eru auðvitað menn eins og Árni Johnsen sem eru landsfrægir fyrir það eitt að vera með graut á illi eyrnanna og mér finnst sjálfum að það ætti að vera nefnd sem sér um að ávíta Þingmenn sem eru þarna bara að klóra sér í rassgatinu og hrista hausinn þegar eitthvað er sagt af rökhugsun, eins og einmitt moðhausinn hann Árni Johnsen.
En að skerða laun þessara manna, því er ég engan veginn hlynntur. Að neyða þá til að mæta á Þingfundi væri tímasóun.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is