Mig langar að ræða niðurstöðurnar sem ég sá á skoðanakönnuninni á forsíðunni.
Þar er Björn Bjarnason í öðru sæti yfir ráðherra sem fólki finnst að ætti að skipta út. Viljiði ekki bara snöggvast spyrjast fyrir og athuga hvað maður hefur gert gott í sínu embætti? Hann er engan veginn fullkominn, en einn af mjög fáum Sjálfstæðismönnum sem undirritaður er sáttur við.
Þetta er að sjálfsögðu út af þessum fáránlega aukaskatti á tóma geisladiska sem hann vildi setja um daginn. Hann fær auðvitað nokkra bold og italic mínusa fyrir það, en ég hef aldrei séð menntamálaráðherra gera svona margt gott á sínum tíma.
Þó ég sé jafn anti-hægri og ég er anti-vinstri (og anti-allt, eiginlega), myndi ég hiklaust endurkjósa Björn Bjarnason í embætti menntamálaráðherra. Þetta er alveg hans staður.
(Svo er það notlega punktur að maður sér ekki alveg hvernig það er í hans verkahring að sjá um þennan aukaskatt á geisladiskum og það… ætti það ekki að vera fjármálaráðherra eða eitthvað?)<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is