Það þarf byltingu.
Erum við, Íslendingar ekki orðnir leiðir á að láta Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn traðka ofan á okkur. Dabbi og co. vilja einkavæða allan andskotann. Flestir segja, who cares, þetta kemur almenningi ekki við. En það er ekki rétt, þetta kemur almenningi vel. Ef að grunnskólar verða einkavæddir þarf að borga skólagjöld, og því betri skólar-því hærri gjöld. Sem sagt: Börn þeirra ríku fá góða menntun en börn hinna fátæku slæma. Ef að spítalarnir verða einkavæddir er hægt að kaupa sig fram fyrir biðröð, þannig að þeir ríku fá góða meðferð og hjúkrun meðan þeir fátæku bíða á biðlista. Og ef að ríkið með Dabba í fararbroddi selur öll ríkisfyrirtækin þá kemur að því, einn góðan veðurdag, að ríkið verður eingnalaust. Og þá þarf að hækka skatta. Enn og aftur verða þeir fátæku undir. Á að láta bjóða sér svona lagað?