Þeir sem eru þreyttir á gömlu Hægri - Vinstri tugguni ættu að kynna sér flokkun Davids Nolan, hún flokkar fólk ekki á einnar víddar skala sem er með öllu óljós.
http://www.self-gov.orgHér er síðan Regla JSM um frelsi:
“Tilgangur þessa rits er að setja fram eina ofureinfalda reglu, sem skorið getur úr því afdráttarlaust, hvenær samfélaginu leyfist að hlutast til um málefni einstaklingsins, hvort sem viðuriögin eru Líkamlegt ofbeldi í mynd lagarefsinga eða siðferðileg þvingun almenningsálitsins. Reglan er þessi: því aðeins er öllu mannkyni, einum manni eða fleirum, heimilt að skerða athafnafrelsi einstæklings, að um sjálfsvörn sé að ræða. Í menningarsamfélagi getur nauðung við einstakling helgazt af þeim tilgangi einum að varna þess, að öðrum sé unnið mein. Heill og hamingja einstaklingsins sjálfs til líkama eða sálar er ekki næg ástæða til frelsisskerðingar. Það er óréttlætanlegt að neyða mann til að gera nokkuð eða láta ógert af þeim sökum, að hann verði sælli fyrir bragðið, eða hinum, að aðrir telji skynsamlegt eða rétt að breyta svo. Ástæður sem þessar eru góðar og gildar í fortölum eða rökræðum. Til þeirra má höfða, vilji maður telja öðrum hughvarf eða biðja hann einhvers. Þær réttlæta ekki, að aðrir neyði mann eða meiði, ef hann skyldi breyta öðruvísi en til er ætlazt. Nauðung réttlætist af því einu, að verknaður sá, sem komið er í veg fyrir, sé öðrum til tjóns. Maður ber einungis ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum, sem aðra varða. Hann hefur óskorað frelsi til allra gerða, sem varða hann sjálfan einan. Hver maður hefur fullt vald yfir sjálfum sér, líkama sínum og sál.”
úr Frelsinu eftir John S. Mill