Já, þér finnst það notlega fyrst og fremst vegna þess að þú áttar þig ekki alveg á skilgreiningunni á “dópi”. Mér skilst að í þessum þætti hafi ekkert verið að tala um hvaða dóp maðurinn hafi verið að tala, svo ég geri ráð fyrir því að hann sé að tala um dóp almennt, ekki eingöngu kannabis.
Samkvæmt Huga ert þú 15 ára gamall. Ekkert út á það að setja, en það þýðir beinlínis að þú getur ekki haft víðtæka þekkingu á dópi, afleiðingum þess og því hvað veldur notkun þess.
Mig langar til að byrja á að benda á dæmi, sem heitir hinu víðfræga nafni Amsterdam.
Fyrir mörgum árum voru glæpir og eiturlyf orðin mjög stórt vandamál í Amsterdam, Hollandi. Heróín sérstaklega, og því auðvitað kannabis líka, því að mér finnst alveg óhætt að segja að þeir sem hafa prófað heróín hafa prófað kannabis. Allavega, svo þeir gerðu hvað? Þeir lögleiddu gumsið. Í dag er Amsterdam glæpalausasta borg hins vestræna heims af þessari stærð. Þeir einu sem neyta heróíns þarna, eru þeir sem voru í því áður en þetta varð lögleitt. þeir sem eru háðir, fara í apótek og samkvæmt lyfseðli fá heróínið sitt og neyta þess án þess að drepa sig. Fáfróðari menn hafa einmitt sagt að þarna séu engir glæpir því að þeir séu allir löglegir, en ég er að tala um innbrot, morð og ofbeldisverk. Þetta hrundi niður eftir að heróínið varð löglegt.
Svo það að segja það blákallt út að lögleiðing dóps sé “mesta kjaftæði ever”, er hrein og bein fáfræði, þar sem hið andstæða hefur þegar sannað sig. Sömu sögu er að segja um klámið í Danmörk. Þegar lögreglan var búin að gera sig að fífli með því að vera að eltast við eitthvað peanuts-kjaftæði sem öllum var andskotans sama um, var gumsið bara gert löglegt, og varð aldrei framar til minnstu vandræða. Og hvaða samhengi sérðu í lögbreytingu og glæpatíðni? Þegar áfengið var bannað í Bandaríkjunum snemma á seinustu öld, hvað heldurðu að hafi gerst? Þá varð til fyrirbrigði sem kaninn kallar “organized crime”, þ.e.a.s. mafía. Chicao, look it up.
Jæja. Ég er víst þekktur sums staðar fyrir að skrifa hræðilega löng svör við öllum andskotanum, og ég er núna búinn að pikka upp sirka 10 blaðsíðna fyrirlestur um fíkniefni, verkun þeirra undir lögleyðslu og öfugt, en ég ætla að reyna að fá fólk til að lesa þetta með því að vera stuttorður.
Bottom line: Þetta mál krefst ítarlegri og viðameiri umræðu heldur en eitthvað “JÚ, ÞAÐ Á AÐ GERA ÞAД eða “NEI, ÞAÐ Á ALLS EKKI AÐ GERA ÞAД. Sannleikurinn er sá að það hefur reynst vel, margoft, að hafa til dæmis kannabis löglegt, og þetta er alveg umræða sem á rétt á sér, þó að ég sé, eins og alltaf, hlynntur því að menn fari varlega en útiloki ekki neinn möguleika.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is