Er með smá spurningu hérna…

í lögum nr 65 um ávana og fíkniefni stendur (4gr a):
Inn- og útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla og varsla tækja, hluta eða efna til notkunar við ólöglega ræktun, framleiðslu eða tilbúning ávana- og fíkniefna er bönnuð.

Þýðir þetta að það er líka bannað að flytja inn (panta og láta senda sér) cannabisfræ? Hef heyrt að í mörgum ríkjum sé það ekki bannað á meðan neysla og sala er bönnuð… eitthvað útaf því að það er ekkert THC í fræjunum sjálfum eða eitthvað…


með kveðju,
> cranky <