Það fólk sem tekur sig til og kynnir sér pólitík, fylgist með í fréttum og virðist fara á síður eins og þessa, virðist upp til hópa vera komið með nóg af stjórninni.

Í mínum bókum virðist þessi partur sem ennþá styður stjórnina lítið vita um pólitík yfir höfuð eða kærir sig ekki um að tjá sig mikið um hana og er það þá líklega vegna eigin hagsmuna en ekki trú á málefnum stjórnarmeirihluta.

Hafið þið eitthvað pælt í þessu ?

Vill nú ekki kalla neinn mann sauð né kind en þeir sem virðast ennþá styðja stjórnina virðast bara vera að labba í halarófu á eftir forustu kindinni.
Ebeneser