“Svo fer það hrikalega í taugarnar á mér að kirkjan fái pening af sköttum landsmanna þar sem Ísland er trúfrjálst ríki, og ef ríkið ætlar að láta peninga í kirkjuna ætti hún að gera það sama við önnur trúfélög, s.s. ásatrú, búdda og allt þetta dót….”
- Ég er alveg sammála þér í þessu. Féð sem fer til þjóðkirkjunnar er hins vegar ákvarðað samkvæmt nefskatti. Sá nefskattur fer til þess trúfélags sem að hver einstaklingur er skráður í. Allir fæddir Íslendingar fara í þjóðkirkjuna sjálfkrafa og þurfa að skrá sig úr henni sérstaklega ef þeim langar ekki að vera í henni. Það er allavega mín skoðun að breyta ætti stjórnarskrá svo að hver einstaklingur sé sjálfkrafa skráður utan trúfélaga þegar hann er skráður og getur skráð sig í það trúfélag sem hann/hún vill síðar.
Varðandi ungmennagjöldin…Strætó BS ræður sinni eigin gjaldskrá svo að þeir ráða því hvaða verðflokkar gilda hjá sínu fyrirtæki(eru auðvitað niðurgreiddir að hluta til af bæjarfélögum). Sundlaugar hins vegar eru reknar með fjárlögum frá ríkinu. Þegar einhver er orðinn 13 ára, þá er talið að sá einstaklingur hafi fulla stjórn á sér og getur alveg farið eftirlitslaus í sund og af eigin ákvörðun…og þess vegna borgað fullorðinsgjöld. Kannski eru til rannsóknir á að það séu jafn mikil útgjöld fyrir sundlaugina hvort sem einstaklingurinn er 13-18 ára eða jafnvel eldri…og myndi réttlæta sama gjald.
Það er ekki hægt að kenna því við brot á mannréttindum að láta unglinga borga fullorðinsgjöld, því að sá aldursflokkur hefur nákvæmlega sama rétt á að njóta aðstöðunnar og aðrir. Það væri annað mál ef að þeim væri bannað alveg að fara í sund en öðrum leyft það, þá væri það brot á mannréttindum.<br><br>—-Fragman póstaði þessu——-
<a href=“mailto:fragman@stuff.is”>fragman@stuff.is</a> | MSN: fragman@internet.is | <a href="
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=fragman">Skilaboð</a