Mér finnst þú ekki alveg vera að hlusta á það sem þeir eru einmitt að segja. Ef þú spyrð Vinstri Græna hvar þeir ætli að fá peninga, þá svara þeir. Reyndar kannski ekki hálfvitinn þarna hún Kolbrún, en aðrir flokksmeðlimir gætu eflaust gefið þér góð og haldbær svör.
Tilfellið er nefnilega að skattpeningum okkar er ekkert rétt háttað. Það þarf að taka það allt saman í gegn, en án þess að fólk viðurkenni það, gerist það auðvitað aldrei.
Og félagi og bróðir… í guðanna bænum. :) Hvort náttúran eða hagvöxtur er mikilvægari, ég skal kjósa náttúruna hvenær sem er, og mun ég aldrei kjósa hagvöxt frekar en náttúru. Þetta er spurning um verðmætamat, og sko… hagvöxtur kemur og fer, skilurðu. Það er hægt að krækja í hagvöxt með 100 skrilljón öðrum leiðum heldur en að byggja einhverjar stóriðjur út um allar trissur. Náttúran aftur á móti *er* viðkvæm, og hún *er* dýrmæt. Kannski ekki fyrir einhverjum Kapítalisma-öfgasinnum, en hún er það fyrir þeim sem ennþá hafa heilbrigða sýn á því nákvæmlega hvaða máli peningar skipta.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is