Ég fann hvergi undirskriftasöfnun með orðalagi sem ég gat verið sáttur við og því hóf ég mína eigin. Texti hennar fylgir hér að neðan og getur fólk skrifað undir á http://undirskrift.arnists.com
Vér mótmælum
Vegna þingmáls 974. (Fjölmiðlafrumvarp) á 130. löggjafarþingi Alþingis:
Það er skoðun undirritaðra að gjá sé milli þings og þjóðar hvað þetta mál varðar og vísum við því tilmælum okkar til Forseta lýðveldisins Íslands að beita málskotsrétti sínum skv. 26. grein laga nr. 33 frá 1944 (Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands) og undirrita ekki lögin þegar þing afgreiðir þau.