Já, þú segir það, hversu stórar byggingar viltu láta byggja í FOSSVOGSDAL. Þú gætir kannski minnt fólk á það sem gerðist síðast þegar einhver fékk þessa sömu snilldarhugmynd. Mér finnst í raun útilokað að bygging sem er hærri en 1 hæð eigi eftir að rísa í dalnum. Ég held líka að byggingarstarfsemi þar myndi slíta í sundur græna svæðið sem nær í raun og veru frá heiðmörk út í gróttu.
Þá má heldur ekki gleyma því að Fossvogsdalur er bara að hluta til á landi Reykjavíkurborgar.
Þessi framkvæmd hefur verið í undirbúningi betri hluta síðustu 30 ára. Brúin sem bústaðavegurinn liggur yfir var búin til í undirbúningi þessarar framkvæmdar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið við völd allann þann tíma, þannig að félagar þínir höfðu nægan tíma til þess að stúta þessari hugmynd, mér sýnist heldur ekki R-listinn hafa lagt neina raunverulega áherslu á það að af þessari framkvæmd verði ekki og hefur R-listinn aldrei lagt neina sérstaka áherslu á að styðja mál Sjálfstæðisflokksins.
Hvar má ég spyrja gerirðu ráð fyrir að þessir 40.000 íbúar vinni og fari í skóla?
Ég sé ekki að fjöldi fyrirtækja sem eru staðsett í 101 og 107 muni geta veitt öllum þessum fjölda atvinnu.
Það mun því verða nauðsynlegt fyrir þennan mannfjölda að koma sér til og frá vinnu.
Töluverður hluti þeirrar umferðar sem er á Hringbraut er líka vegna þeirra íbúa sem búa í vesturbæ og þurfa að fara í austurbæinn til atvinnu.
Það er meira að segja forsenda fyrir aukinni byggð á þessu svæði að samgöngurnar verði bættar en endurnýjun Miklubrautar er bara fyrsti hlutinn.
Síðan, þar sem að þetta er sérstakt áhugaefni þitt þá hef ég komið til margra borga í evrópu og flestar eiga þær það sameiginlegt að vegir sem eru margar akgreinar liggja beint í gegnum þær.
Er þar gott dæmi París sem ég held að státi sig líklega af besta vegakerfi í Evrópu.
Vegakerfið þar er skipulagt þannig að það eru nokkir vegir sem liggja í hringi í kringum borgina.
Þeir ystu eru sannkallaðar hraðbrautir en þeir innstu eru varla mikið meira en svona 3 til 4 akgreinar, í hvora átt.
Síðan liggja vegir sem eru svona 2 akgreinar í hvora átt hvert yfir borgina.
Margar af þeim borgum sem voru endurbyggðar eftir stríð eru svo svipað uppbyggðar, en í sumum tilfellum er um að ræða frekar sniðuga útfærslu eins og að láta þessa vegi vera á árbakka, þá er einstefna sitthvorumegin en í mismunandi átt.
Þetta er algengast í þeim borgum sem voru ekki alveg sprengdar í loft upp.
En látum fólk mynda sér sjálfstæða skoðun með því að skoða <a href="
http://www.vegagerdin.is/Hringbraut.nsf">verkefnavef Vegagerðarinnar</a>.
Ég myndi til dæmis telja að húseignir þær sem eru núna í kringum Landspítalann muni taka risastökk í verði þegar að brautin verður tilbúin.