Ég hef verið að grennslast fyrir um skattamál og í því sambandi persónuafsláttskerfið og eftir því sem ég best sé þá er þetta meingallað og ósanngjarnt (persónuafslátturinn þ.e.a.s)
málið er semsagt það að mér sýnist sem svo að persónuafslátturinn hafi verið ákveðinn árin 92-93 og stendur svona:
67. gr. A.
Persónuafsláttur manna, sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., skal vera 321.900 kr.
sem skilar sér í umþb 26.825kr á mánuði
ég vil taka fram að ef athugasemdir mínar eru réttar þá hefur persónuafslátturinn ekkert breyst í um 10 ár, en á meðan hefur td. vísitala neysluverðs ofl hafa hækkað ótæpilega. til að mynda kostaði minnir mig 50 kall í strætó á þessum árum
og dæmin eru mun fleyri,
ef einhver hefur aðrar eða réttari upplýsingar um þetta þá væri frábært að heyra þær…