Þetta er náttúrulega spurning um tvennt, valið og forgangsröðun. Maður getur valið hvort maður byrjar að dópa eða ekki, ég hef litla samúð með þeim sem byrja í dópi.
Fólki með geðræn vandamál er vitanlega hægt að hjálpa, bæði þá ættingjar og einkareknar hjálparstofnanir.
Þetta síðasta sem þú talar um eru oftast dópistar fyrir það fyrsta. Í öðru lagi búa þau í fátækrahverfum sem hver hefur byggt upp? Jú Bandaríska ríkið. Til er svokallaður húsnæðissjóður eða eitthvað álíka sem sér um að byggja “fátækrablokkir”. Falleg hugsun, en þetta er flóknara en svo. Þeir sem búa í þessum blokkum er oft mikið ógæfu fólk sem hefur kannski lent í skilnaði eða á við drykkjuvandamál að stríða. Einstæðar mæður með helling af börnum. Þessi börn eru flest öll í áhættuhópi með að lenda í dópi og rugli. Eðlilega eignast þau vini sem búa nálægt, önnur börn við svipaðar aðstæður og þeir. Saman mynda þeir oft gengi og byrja að neita fíkniefna eða selja. Ástæðan fyrir því er að fíkniefni gefa vel af sér. Fólk getur grætt 20x af að kaupa kíló af kókaíni í Mexico og flytja það til BNA. Svona vindur þetta upp á sig og þessi fallega hugsun sem byrjað var á endar svona, þetta er staðreynd! Bandarískaríkið hefur fest fátækt fólk í fátæktargildrum. Í þriðja lagi er velferðarkerfið í BNA ansi heimskulegt. Það er tekjutengt velferðarkerfi. Um leið og fátæklingar fara að vinna missa þeir bætur ásamt frítíma, því er ekki mikill hvati til að fara að vinna. Oft eru skilyrðin fyrir greiðslu bóta sú að viðkomandi sé ekki giftur neinum sem vinnur og vinni ekki sjálfur. Þetta er stórhættulegt. Besti mælikvarðin á fátæktina sem slíka er þó hreyfanleiki vinnuafls. Fátæktarmörk í BNA eru 1,4 milljónir á ári sem er töluvert bæði miðað við fátæktarmörk á Íslandi og svo mun á kaupmætti í BNA og svo á Íslandi. Ennfremur eru einungis um 3% þeirra sem talist geta fátækir í BNA, fátækir lengur en í 6 mánuði. Þetta þýðir það að fólk á auðvelt með að vinna sig upp úr fátækt.
Að lokum eru til svokallaðir 1st. level immigrants. Þetta er fólk sem kemur ólöglega inn í landið og á því ekkert þegar það kemur. Það hefur oftast ekki vinnu. Þetta fólk er tekið með inn í allar tölur, atvinnuleysi, fátækt ofl.