Því meiri frjálshyggja, því betra. Þess vegna kemst ég að þeirri niðurstöðu að Samfylkingin myndi ekki bæta ástandið, það myndi aðeins versna.<br><br>_____________________
En ég er ekki Sjálfstæðismaður ef fólk heldur það. Ég er frjálshyggjumaður, og þess vegna er ég ekki í flokknum. Ég er í Frjálshyggjufélaginu.<br><br>_____________________
það fer nú eftir því með hverjum samfylkingin myndar stjórn. ef það er með framsókn verður það bara óbreytt,jafnvel verra en í mesta lagi skárra. (það er aldrei gott að hafa frammara í ríkisstjórn).
ef það er samfylking og sjálfstæðisflokkur: betra og aðrir möguleikar sem innihalda ekki framsókn eru líka betri. :) <br><br>************************************* Happiness is a warm gun
Það má nú alltaf deila um það hvort það yrði eitthvað betra.
Það var haldið fram að Verkamannaflokkurinn(Í Bretlandinu) mundi breyta öllu til góðs og hætta að láta BNA stjórna sér. EN því miður varð það ekki svo.<br><br>“The only duty we owe history is to rewrite it.” - Oscar Wilde
Munurinn yrði allavega sá að við myndum fá fólk sem að eru ekki búin að venjast hásætunum of mikið. Það er eins og núverandi ríkisstjórn sé að hlæja að heimsku þjóðinni í hvert skipti sem þeir komast upp með eitthvað nýtt sem að hefur engin áhrif á kosningar. Eina sem þeir þurfa að gera er að lækka skatta í lok kjörtímabils og almenningur gleymir öllu því slæma frá hinum 3 árunum.
Ég er bara kominn með leið á þessum fíflaskap og væri til í að sjá nýtt blóð í ríkisstjórninni, ég er ekki að segja að allt yrði fullkomið en það er allavega möguleiki á því að margt yrði betra.
En ég spái annars því að Halldór felli þessa ríkisstjórn sem forsætisráðherra.<br><br>______________________________________________________________________________________________
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..