Auðvitað á að lögleiða fíkniefni. Það er rangt að banna fólki að neyta einhverra efna sem þú myndir ekki sjálfur neyta. Ég t.d. borða ekki kavíar en ég myndi aldrei láta mér detta það í hug að banna öllum að borða kavíar. Snýst um rétt einstaklingsins.
Aukin heldur hefur bannið ýtt þessari starfsemi til undirheimanna þar sem ýmsir vafasamir karakterar nota peningana til enn vafasamari athafna. Við lögleiðingu er verið að kippa helstu tekjulind þessara manna burt. Það myndi leiða það af sér að við myndum sjá færri ofbeldisglæpi tengda fíkniefnum, s.s. handrukkanir.
Þetta myndi lækka verð fíkniefna því nú eru fíklar að borga sérstaka áhættuþóknun burðardýra og sala, afföll í innflutningi ofl. Þegar efnin lækka í verði verða færri auðgunarbrot tengd fíkniefnum, brot eins og innbrot, bankarán osfrv. Nú munu margir halda því fram að þegar verðið lækkar þá munu bara fleiri kaupa efnin. Þetta er ekki alls kostar rétt og sýnir í raun grundvallar vanþekkingu á hagfræði. Eftirspurn eftir fíkniefnum er gríðarlega óteygin, það þýðir að fíklar þurfa sinn skammt algjörlega óháð verði. Ef verðið hækka um 100% þá hætta menn í sem eru t.d. í daglegri ( vikulegri… whatever) kókaín neyslu ekkert að neyta efnanna daglega, þeir eru háðir. Þeirra úrræði eru að ræna meira, byrja sjálfir að selja eða byrja að stunda handrukkun fyrir salan sinn.
Ef af lögleiðingu yrði myndu efnin verða minna skaðleg þar sem ýmis annarleg efni eru blönduð út í núna t.d. rottueitur ofl. Auk þess væri léttara fyrir fíkla að stíga fram og segja ég er fíkill ég vil fara í meðferð. Þ.e. hann er ekki lengur glæpamaður.
Þetta hefði jákvæð áhrif í sambandi við neyslu unglinga á efnunum þar sem núverandi salar eru ekki beinlínis þeir heiðarlegustu og hika ekki við að selja unglingum þar sem viðskipti þeirra eru hvort eð er ólögleg. Ég legg til að löglegt væri að selja sjálfráða einstaklingum fíkniefni en börnum væri aðgangur bannaður. Þannig erum við að gera aðgengi barna og unglinga, einmitt fólksins sem helst ber að vernda, verra.
Að lokum myndi lögleiðing skila miklum skatttekjum í ríkissjóð. Áætluð velta á fíkniefna markaði á Íslandi eru rúmir 4,2 milljarðar. Í þessu samhengi má nefna fyrirtæki eins og Nýherja sem er með um 4,4 milljarða í veltu á ári og Tryggingamiðstöðina sem er með um 3,2 milljarða í veltu á ári. Var einmitt að vinna hagfræði fyrirlestur um þetta mál.
En að lokum vil ég nefna að það er ekki hægt að losna við neitt með því að banna það. Það er líka hættuleg þessi umræða um að leyfa t.d. hass af því að það er minna skaðlegt en ýmislegt sem er á markaðnum. Það eru einfaldlega ekki góð rök auk þess sem það miðar að því að draga úr skaðsemi fíkniefna sem er btw. mjög mikil.