Eins og ég skil málið í dag (endilega leiðréttið mig ef ég er að steypa) þá er í þeim evrópusamningi sem við þurfum að hlíða, tilskipun um að orkuframleiðsla skuli skiptast í framleiðslu, flutning og sölu.

Nú er í plani hjá stjórninni að einkavæða orkuframleiðni á íslandi samkvæmt þessari tilskipun. Ekkert sérstaklega sniðugt að mínu mati þar sem þessi einkavæðingar stefna var tekin hjá Thatcher í UK á sínum tíma með mjög slæmum afleiðingum. (ekki bara í uk, líka Californíu og fleiri stöðum, nota UK sem viðmiðun um hvað gerist)

Viðskiptajöfur kaupir okrufyrirtækið af ríkinu, til að borga upp lán af kaupunum og þéna eitthvað á þessu er gjaldskrá hækkuð, viðhald minkað og búanður seldur. Nú líður tíminn og kerfið byrjar að rotna niður þar til áðurnefndur viðskiptajöfur selur fyrirtækið aftur á uppsprengdu verði. Þegar nýir eigendur gera sér grein fyrir því hversu slæmt ástand er á kerfinu boða þeir aukna hækkun á gjaldskrá og fleiri niðurskurði til að koma kerfinu í lag og jafnvel endurbyggja að stórum hluta fyrir miljónir evra. Sækja meðal annars styrki til ríkisins. Almennigur hneykslast á þessum fréttum um hækkun orkuverðs og ástand kerfisins, spyr hvort upphafleg hækkun hafi ekki verið næg, en nei, hún fór beint í vasa þáverandi eigenda sem nú sitja í snekkjunni sinni við höfnina í Mónakó í leit að öðrum gullmola.

Ekki gaman hjá bretanum sem sagt. En mér skilst að þessi tilskipun evrópusambandsins hafi legið lengi á borði stjórnarinnar og hún ekki snert á málinu þar sem Davíð er svo mikið á móti EES. Þar til nýlega að íslandi er hótað refsisektum ef ekki væri farið að þessum tilmælum, hoppa þá allir til og einkavæða án hugsunar.

Ekki efast ég um að ísland hefði fengið undanþágu frá þessu vegna sérstöðu, smægðar markaðar og auðvitað vegna þess að við erum ekki tengd við euro netið… en nei, hunsum vandamálin þar til allur umsókna- og kærufrestur er liðinn og allt er í skít.<br><br><font color=“#C0C0C0”><b>Virðingarfyllst
[I'm]Faikus Denubius</b></font>
<a href=“mailto:Faikus_Denubius@hotmail.com”>Faikus_Denubius@hotmail.com</a>
<a href="http://www.fnir.is“>Félag Nema í Rafiðnum</a>
<a href=”http://www.faikus.leti.is“>Heimasíðan mín</a>
<font color=”#808080">(Insert witty remark or a clever saying)
- In a post apocaliptic world, the only group of people you can't trust are the ones who have the time and resorces to clean their underwear.
- If rubbing frozen dirt in your crotch is wrong then I don't want to be right.
- I'm so lazy I make a rug on valium look hyper-active.
- It's a plesure to eat your lead, my good sir.
</font