Vissir þú að fyrir 10 árum síðan tóku aðildalönd Evrópubandalagsins sig saman og ákváðu að slá á þá hrottafengnu glæpastarfsemi sem felst í því að selja banana sem eru styttri og kræktari en fínt þykir?
Samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins nr. 2257/94 er bannað að selja banana sem eru ekki að minnsta kosti 13,97 cm á lengd og 2,69 cm í ummál. Einnig er bannað að selja banana sem eru óeðlilega beygðir. Bananareglugerðin umrædda er átta blaðsíður á lengd og megum við vera viss um að menn hafa unnið fyrir laununum sínum við smíð þessarar reglugerðar.
Nú er um að gera að ganga í ESB svo við getum komið þessum lögum í gagnið á Íslandi sem allra fyrst. Það auðvitað gengur ekki að menn megi kaupa sér hvernig banana sem þeir vilja. Slíkt ósvífið hátterni verður að stöðva og það strax. Aldrei var betra tækifæri til en einmitt nú á 10 ára afmæli reglugerðarinnar.