Skuggi segir:
“Við eigum semsagt að láta fáfræði útlendinga stjórna okkur ?”
Þetta er ekki spurning um fáfræði útlendinga, væntanlega finnst þér ógeðslegt að halda hunda í búrum sem þeir geta ekki staðið upp í og svo eru þeir barðir sundur og saman svo að kjötið af þeim verði meyrt til matreiðslu. Þetta er gert í Víet Nam. Bretar telja sig í fullum rétti að sleppa kjarnorkuúrgangi í Atlantshafið í Sellafield og segja að þetta hafi engin sem lítil áhrif og ætla sko ekki að láta nokkra innæxlaða Íslendinga og Nojara segja sér fyrir verkum…… Það er hægt að hlada endalaust áfram. Það sem ég var að benda á er að það er betra að fara varlega og gróðinn, fjárhaglegur þá er ekki tryggður. Norðmenn eru hættir vísindaveiðum og veiða bara fyrir innanlandsmarkað.
Svo segir skuggi85 þetta:
“Sá sem segir að það sé mikilvægara að fá nokkra fleiri ferðamenn hingað en að gera þessar rannsóknir áttar sig augljóslega ekki á því hversu mikilvægar þær eru fyrir framtíð Íslands.”
Ég geri mér alveg grein fyrir mikilvægi þeirra enda er ég með menntun í sjávarvistfræði og stofnstærðarmælingum. Mig langar þannig að benda þér á eftirfarandi. 200 hrefnur deilt niður á 10 svæði eru þá um 20 hrefnur per svæði. Svo þarftu að taka tillit til tíma árs, hvort dýrið er kk eða kvk, aldri og stærð. Úrtakið er semsagt allt of lítið til að stunda virkilega markvissar rannsóknir á þessum dýrum.
Ef þú ert hræddur um að hrefnunar éti allan þorskinn “okkar” þá breyta veiðarnar litlu. Gefum okkur að það séu 50 þús hrefnur við Ísland (skv. ástandskýrslu 2000 er talið að þær séu um 56 þús). Ef þeim fjölgar um 1% á ári (það er líklega meira) þá þýðir það að um 500 hrefnur fæðast á ári. Veiðar upp á 250 hrefnur á ári breyta því litlu sem engu í afráni þeirra á nytjastofnum. Það sem þyrfti að gera er að veiða stofninn niður í svona 75% af þessu og þá væri hugsanlega/kannski/jafnvel hægt að sjá áhrif á aðra nytjastofna. Engu að síður munu vísindaveiðarnar skila einhverjum niðurstöðum og verða áhugaverðar. En niðurstöðunar munu hafa takmarkað tölfræðilegt gildi útaf úrtaksvandanum. Það sem ég vildi benda á þá er að þessar veiðar eru kannski í rétta átt vísindalega en þarna var engu að síður verið að taka áhættu sem líklega var óþarfi.
Ferðamenn skila inn gjaldeyri, hvalveiðar ekki því að Japanir vilja ekki kaupa hvalkjöt nema með samþykki alþjóðahvalveiði ráðsins og IWC er ekki líklegt til að samþykkja slík viðskipti.
Það mun enginn annar vilja kaupa þetta kjöt. Þá er einnig talað um að matarsmekkur Japana sé að breytast. Segjum sem svo að þessi markaður hverfi hvað þá. Á að taka upp ríkisveiðar á hval?
kv. Phoca