Það er ekki tekið með sældinni að vera alþingismaður, þetta er mjög erfitt og krefjandi starf og það er bara alls ekki þörf á öllum alþingismönnum í þingsal á hverjum einasta þingfundi. Auðvitað eiga þeir að vera sem oftast þar, en þeir hafa margt annað mikilvægt á sinni könnu.
Alþingismenn á Íslandi standa sig yfirhöfuð nokkuð vel, en eitt hefur þó heldur gleymst í áranna rás og það er að þeir taki pólitíska ábyrgð á gerðum sínum. Alltof margir ráðherrrar hafa verið að komast upp með þvílík heimskumistök, bara út af fáfræði vil ég meina, og þeir þurfa ekki að axla neina ábyrgð á því! Það finnst mér hneisa!
Starf alþingismanna á að vera vel launað starf, betur launað heldur en það er í dag, og því á að fylgja fríðindi!! EN því á líka að fylgja miklu meiri kröfur og miklu meiri ábyrgð heldur en fylgir því í dag! Kröfurnar eiga að vera strangari, skiptingar eiga að vera örari, ábyrgð á að vera mikil og laun eiga að vera hærri!<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>lífið er banvænn sjúkdómur, svo kvalarfullur að deyfingin er möst.</i><br><h