Mikið svakalega er ég orðin þreytt á þessu sífellda röfli um það hvort vændi sé gott og ætti að vera leyfilegt eða að það sé slæmt og það verði að banna
Sjálf er ég mótfallin því að vændi verði bannað því ég tel það skerða frelsi mitt. Kannski finnst ykkur það fáránlegur samanburður, en ég seldi líkama minn á kassa í Hagkaup í tvö ár. Ég var neydd til að vera kurteis á kát við dónalegt og ljótt fólk, hjálpa þeim og skemma bak mitt í leiðinni. Líkami minn og sál fóru með mér í vinnuna og fékk ég borgað fyrir. Ég kaus það.
En tölum þá um “slæmt” vændi, þar sem fólk velur þetta af einskærri neyð.. HVAÐ MEÐ ORSÖKINA, NEYÐINA???!!!!!!!!!!!!!!!!!! Mér finnst eins og þetta land sé að berjast við bólur, fólk kroppi og kreisti bólur og vill banna bólur, en spáir minnst í HVAÐAN bólurnar komar, AFHVERJU.
FÁTÆKT.
Slæmt vændi kemur til vegna fátæktar og megi stjórnmálamenn djöflast til að einbeita sér að því frekar en birtingarmyndum þess. Húðin er fyrir hormónabreytingum og olía stíflar svitaholurnar sem valda hinni fallegu rauðu og sívinsælu graftarbólu.