Nú hef ég verið að vafra um netið seinustu daga. Ég hef verið að lesa mér til um kannabis, reyna að ákveða hvort ég ætti að vera með eða á móti. Það eina sem ég hef komist að er jákvætt.
Nú þekki ég nokkra einstaklinga sem neyta kannabis og BARA kannabis, og hef ég bara gott um þá að segja. Þeir eru í sama skóla og ég, gengur bara mjög vel, sumir að klára aðrir í sama bekk og ég. En ég veit líka um nokkra sem hafa notað önnur efni, það er eitthvað sem ég hef óbeit á.
Spurningin er sú hvort maður geti orðið háður kannabis, ég held að það sé persónubundið eins og með margt annað. Er viðkomandi að reykja kannabis í þeim tilgangi að sleppa frá einhverju? Eða er hann að reykja það með félögum sínum?
Þetta er líka spurning um ákveðið frelsi. Mér ætti að vera frjálst að rækta efnið til eigin nota, ef mér finnst það henta.
Ég gæti farið að telja upp ýmsar staðreyndir í sambandi við kannabis og áhrif þess en ég held að einstaklingar ættu að lesa sér til og komast að niðurstöðu. Ég er búnað mynda mér skoðun á efninu og finnst mér að það ætti að lögleiða efnið undir eftirliti.
En það sem mér langar til er að koma af stað alvöru umræðu um þetta málefni, þetta er eitthvað sem fólk þarf að gera sér skoðun um. Og held ég að það sé gert best með því að fræðast sjálf, afla upplýsinga með notkun internetsins. Til þess er það.