Vona að þetta sé það sem þú viltir vita
Kommúnistar:
Stjórnmálastefna þar sem efnahagur, þar á meðal höfuðstóll, eignir, verksmiðjur og opinber þjónusta er stjórnað af ríkinu og er í þeim skilningi “sameign” þjóðarinnar.
Kommúnisti inniheldur (eins og stefnan hefur verið notuð, sem er að mínu leyti röng leið til að túlka þess hugmyndafræði)félagsgerð sem takmarkar frelsi og skoðanarétt þegnanna
Hugmyndafræðin á bakvið Kommúnisma nú á dögum er sú sem Vladimir Lenín túlkaði “Kommúnistaávarpið” sem Karl Marx og Engels sömdu á 19. öld…Karl Marx er talinn einn helsti hugmyndafræðingur kommúnisma
Kómmunismi er að mörgu leyti besta leiðin til þess að stjórna ríki…en þar sem kommúnistar hafa verið við völd hafa afleiðingarnar verið hrikalegar og tel ég það vera vegna þess að þeir hafi verið spilltir af völdum…margir halda að þetta sé svona en hvergi stendur það í Kommúnistaávarpinu að einn maður eigi að ráða öllu
Enn á eftir að sjást ríki þar sem kommúnisma stefnan virkar en Sovétríkin fyrrverandi er gott dæmi um hvað getur gerst þegar þegar menn sem þykjast vera að st´jorna undir kommúnisma verða spilltir af völdum. Kúba er einmitt gott dæmi um land sem stjórnað er undir hugmyndafræði kommúnistma
Kapitalisti:
Efnahagskerfi þar sem áhersla er lögð á framleiðni, svo sem jörð eða verksmiðjur, sem eru í eigu einkaaðila og reknar með því sjónarmiði að græða sem mest. Eignarhald er oftast í höndum fárra aðila.
Þessi stefna þróaðist á tímum iðnbyltingarinnar og Adam Smith er oftast kallaður faðir Kapitalismans en hann samdi bókinna Wealth of Nation eða Auðlegð þjóðanna en í henni er fjallaðu um markaðshagkerfi en það er grundvöllur kapitalismans
Kapitalismi er tengt við frjálsan fyrirtækjarekstur. Flest lönd hafa reglur sem eiga að hindra að einokun eigi sér stað og til þess að vernda innlenda framleiðsl gegn erlendri framleiðslu
Sjálfstæðisflokkurinn flokkasr undir þetta
Andstæðingar Capitalista segja að efnahagurinn ætti að snúast um að þjóna almannahagsmunum ekki einka-hagsmunum.
Kratar (einnig jafnaðarmenn): Svolítið erfitt að útskýra þetta frá íslenskum sjónarhóli.
Má eiginlega segja að þetta sé millivegurinn milli Commúnismans og Kapitalistmans. Ég leitaði á netinu og fann ekkert sem getur átt við Samfylkinguna
Orðið kratar er eflaust tekið aftan að orðinu democrat en það þýðir, lýðræðissinni eða jafnaðarmaður.
Eitt helsta baráttumál Samfylkingarinnar er að sækja um aðild að ESB
Þetta er að mörgu leyti góð stefna en mér finnst hún persónulega ekki góð sérstaklega vegna þess að Samylkingin er að mínu mati sundurlaus flokkur of margra flokka sem eru með mismunandi áherlsu
Samfylkingin er breiðfylking sem mér finnst koma niður á henni. Gott dæmi um krata úr alþjóðapólitikinni er Tony Blair og Verkamannaflokkur hans á Bretlandi
Fasisti: Þjóðernishreyfing, stofnuð af Benito Mussolini á Ítalíu árið 1919
Fasismi var svar gegn efnahagslegu erfiðleikunum og félagslegru óreiðu sem fylgi í kjölfar Fyrri Heimstyrjaldarinnar
Hugmyndafræðin á bakvið Fasisma voru þjóðerniskennd, andóf gegn marxistum, algjör höfnun á þingbundnu lýðræði, leggja mikla áherslu á hernaðalegar dyggðir, sterk stjórnvöld og tryggð við sterkan leiðtoga.
Ítalskir Fasistar voru oft í svörtum búningum og notuðu forna rómverska kveðju til að heilsa leiðtoganum, þessi kveðja var að rétta út beina hendinna eins og nasistar gerðu, ætli þo að Fasistarnir hafi ekki komið með þetta á undan
Svartstakkar Mussolinis eins og þeir voru kallaðir náðu völdum á Ítalíu árið 1922
Fasistahreyfing Franco náði völdum á Spáni í kjölfar borgaratstyrjaldar árið 1936.
Fasisti í sínu beinasta formi er talið hafa dáið út þegar Mussolini var tekinn af lífi,
Nasismi er í rauninni alveg eins og Fasismi en þýski Nasistaflokkurinn (sem er ekki lengur til) er afsprengi Fasista stefnunnar og gengur út á það sama en það er: þjóðerniskennd, andóf gegn marxistum, algjör höfnun á þingbundnu lýðræði, leggja mikla áherslu á hernaðalegar dyggðir, sterk stjórnvöld og tryggð við sterkan leiðtoga.
Enda voru Ítalir og Þjóðverjar í bandalagi í Seinni heymstyrjöldinni
Marxisti: kenning byggð á skrifun Karl Marx og Friedrich Engels sem skrifuðu kommúnistaávarpið og er í rauninni bara öðruvísi túlkun á commúnisma og í grunvallar-atriðum það sama
Ef þú vilt fræðast meira um aðrar stefnur þá er þetta <a href="
http://www.fast-times.com/politicaldictionary.html">góð síða</a>
til að fræðast
hún er reyndar nokkuð hlutdræg´…enda BNA menn sem sömdu þetta