Það er svona hugsunarleysi sem fælir mig frá því sem ég áður var; Vinstrimaður.
Það er gott og gilt að tónlistarmenn fái borgað fyrir tónlistina sem þeir smíða, ef A: Hún er samkeppnishæf (sem hún iðulega er engan veginn), B: Hún er borguð af fólkinu sem hlustar á hana.
Það sem er gagnrýnt við þetta rugl sem BB skrifaði undir (tekið skal fram að hingað til hef ég verið frekar ánægður með störf BB sem menntamálaráðherra), er að tölvufólk á ekki að líða fyrir þetta! Hvað í ósköpunum bendir til þess að það hafi orðið rýrnun á tónlistarsölu við betri afritunartækni? Checkaðu á því sjálfur, og ég get sagt þér það strax: *Ekkert*. Ekki nokkur skapaður hlutur. Go on! Talaðu við Japis! Talaðu við Skífuna!
Annað sem er í þessu er að það *er ekki hægt* að gera ráð fyrir því að jafnvel stór hluti óupptekinna geisladiska lendi undir tónlist. Ef undir stolnar vörur yfirhöfuð, þá eru það 99% stolin forrit, og stolnir leikir. Hví eru þessir peningar að enda hjá STEF? Hver er að afrita *Íslenska tónlist*, má ég spyrja? Með öðru orðum; Hvernig kemur þetta Magnúsi Kjartanssyni og þeim nokkurn skapaðan hlut við, frekar en vinnunni minni, Íslensku Vefstofunni? Hver veit nema að það sé verið að nota geisladiska til að afrita þau forrit sem ég hef gert fyrir vinnuveitanda minn! Á ég ekki að fá skatt af þessu?
Fyrir utan þetta vil ég benda á að það er fullkomlega löglegt að afrita keyptar hljómplötur sínar eins og manni andskotans sýnist, til eigin einkanota. Þú mátt bara ekki dreifa þeim. Þú mátt eiga eintak í bílnum þínum í MP3 formi (til að sleppa við að kaupa rándýrt kjaftæði með hristivörn), þú mátt eiga eitt á mini-disc eða MP3 þegar þú ferð út að hjóla/skokka, og þú mátt eiga eitt eintak til að geyma upp í hillu undir heimapornoinu þínu ef þér sýnist.
Það sem er semsagt gagnrýnt, er ekkert rökstutt að þessir peningar fari þessa leið. Þetta hefur ekki verið “rökstutt” af neinum nema liði frá STEF, og þessir “fjölmiðlar” okkar eru ekki að hafa fyrir því að athuga neinar aðrar skoðanir, sem gerir það að verkum að allir halda að hlið STEF, sé hin eina og rétta hlið á málinu.
Fokking land. :)<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is