Ég vil gjarnan vitna í grein sem byrtist á frelsi.is

–Tilvitnun hefst–

Fimmti hver landsmaður vill nýjan forseta
Eða ekki forseta?
27.10.2003

Rúmlega 20% landsmanna vilja ekki hafa Ólaf Ragnar Grímsson áfram sem forseta, ef marka má skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þetta verða að teljast nokkuð hávær mótmæli gegn sitjandi forseta, en árið 2004 lýkur öðru kjörtímabili hans. Allt stefnir í forsetakosningar, enda hefur Snorri Ásmundsson listamaður lýst því yfir að hann ætli í framboð. Ungir sjálfstæðismenn telja hins vegar rétt að huga að því hið fyrsta að leggja niður embætti forsetans.



–Tilvitnun endar–

Nú vil ég gjarnan vita hvernig 20% geta talist “nokkuð hávær mótmæli gegn sitjandi forset”? Fyrir þá sem sáu ekki þessa frétt á forsíðu fréttablaðsins þá var 60% FYLGJANDI forsetanu. Ég er nú ekki “the sharpest knife in the drawer”, en ef 60% eru með og 20% á móti, þýðir það ekki að fólk er fylgjandi forseta?

Það er eins og það ganga um einhverjar ranghugmyndir í Heimdalli og SUS um hvernig lýðræði er og virkar. Ranghugmyndir einsog það er hægt að flytja inn kjósendur, ef andstæðingurinn er að vinna vegna heimskulegra reglna skal maður henda kjósendum hans úr félaginu og að lokum að 20% er “hávær mótmæli” og þykir mögulega ástæða til þess að gera eitthvað í þessum málum".

Vil ég nú minna á að meira en 60% landsmanna voru á móti stríðinnu í Írak, en það þótti greinilega ekki nóg og sterk rödd til að breyta neinu!

–krizzi–
N/A