Ég er með nokkrar spurningar til helstu andstæðinga frelsi einstaklingsins/forræðishyggjumannana hérna.
-Þeir skulu svara sem taka þetta til sín.
1. Eigum við að viðhalda banni á ólöglegum vímuefnum?
2. Eigum við að viðhalda banni á ólympískum hnefaleikum?
3. Eigum við að banna áfengi?
4. Eigum við að banna tóbak?
5. Eigum við að banna óhollan mat og óholla drykki?
6. Eigum við að banna bíla? Þeir eru nú þokkalega hættulegir
7. Eigum við að banna flugvélar? Kanski ekki jafn hættulegar og bílarnir, en samt hættulegar.
8. Eigum við að banna fólki að fara út með blautt hár, eða illa klætt þegar það er frost úti?
9. Eigum við að banna ljósabekki? Þeir eru krabbameinsvaldandi…
10. Eigum við að banna fólki að hlusta á of háværa tónlist?
11. Eigum við að banna fólki að stunda íþróttir vegna þeirra meiðslahættu sem er í þeim?
12. Eigum við að banna farsíma? Geislunin frá þeim gæti verið hættuleg
13. Eigum við að banna fólki að taka lán? Það eru nú margir sem hafa farið illa út úr því.
14. Eigum við að banna fólki að hafa óvörð kynmök(ef þau ætla sér ekki að eignast barn)?
15. Eigum við að setja lög um sjónvarpsgláp? Of mikið sjónvarpsgláp fer illa með augin í manni!
16. Eigum við að skylda fólk til þess að vera í félögum, s.s verkalýðsfélögum?
17. Eigum við að skylda fólk til þess að borga í lífeyrissjóði?
18. Eigum við að skylda fólk til að bursta í sér tennurnar?
19. Eigum við að skylda fólk til þess að borða öll þau næringarefni og vítamín sem líkaminn þarfnast?
20. Eigum við ekki bara hætta að hafa sjálstæðann vilja og láta ríkið sjá um að taka allar ákvarðanir fyrir okkur?
Svar óskast…