Eftirfarandi texti (b) er tekinn beint af vefsíðu Fjárlagafrumvarpsins (a) fyrir árið 2004.
a)
http://hamar.stjr.isb)
http://hamar.stjr.is/Fjarlagavefur-Hluti-II/GreinargerdirogRaedur/Fjarlagafrumvarp/2004/Seinni_hluti/Kafli_2.htm„Vörugjöld af bensíni.
Vörugjöld á seldan bensínlítra eru tvenns konar, annars vegar almennt vörugjald sem rennur í ríkissjóð og hins vegar sérstakt vörugjald sem varið er til vegamála. Þessi gjöld hafa verið óbreytt frá árinu 1999 á sama tíma og almennt verðlag hefur hækkað um 18%. Í forsendum tekjuáætlunar er gert ráð fyrir að þessi gjöld hækki um 8% á næsta ári og skili þannig um 600 m.kr. tekjuauka. Almennt vörugjald hækkar úr 10,50 krónum í 11,35 krónur og sérstakt vörugjald hækkar úr 28,60 krónum í 30,90 krónur.
Talið er að þessar gjaldskrárhækkanir geti valdið 0,12% hækkun á neysluverðsvísitölunni. Ekki er gert ráð fyrir aukningu á bensínsölu frá fyrra ári. Miðað við þessar forsendur er gert ráð fyrir að tekjur af vörugjöldum af bensíni verði rúmir 8 milljarðar króna.“
og
„Bifreiðagjöld og þungaskattur.
Tvenns konar skattar eru lagðir á bifreiðaeign, bifreiðagjöld og þungaskattur. Bifreiðagjald er greitt af bifreiðum, sem skráðar eru hér á landi, og er gjaldið miðað við eigin þyngd bifreiðar. Þungaskattur er innheimtur af dísilbifreiðum, bæði sem fast árgjald og sérstakt gjald á hvern ekinn kílómetra. Þetta er markaður tekjustofn sem rennur til Vegagerðarinnar. Í forsendum tekjuáætlunar er gert ráð fyrir að þungaskattur hækki um 8% á næsta ári í takt við hækkun vörugjalda af bensíni sem áætlað er að skili um 400 m.kr. tekjuauka á heilu ári. Áætlaðar tekjur af þungaskatti á árinu 2004 eru tæpir 5,6 milljarðar króna. Hækkun þungaskatts hefur ekki bein áhrif á vísitölu neysluverðs.“
Vona að þetta svari þínum spurningum.