Sko…
…ég verð að viðurkenna að ég þekki þig ekki, en að dæma út frá þessu sem þú hefur skrifað hérna myndi ég kalla þig fávita.
Mér finnst vera skömm að því að sumir komi með svona rök. Ég er hlynntur því að lögleiða kannabis undir ákveðinni stjórn, til dæmis að það séu þartilgerðir staðir þar sem þú mátt reykja það, og þartilgerðir staðir sem hafa leyfi til að selja það. Menn sem koma og þvaðra eitthvað svona bull eins og þú hefur hér gert, kemur óorði á okkur hina sem vilja gera þetta af skynsemi og varúð.
En þú ert maður sem greinilega þekkir þetta mjög lítið nema frá einu sjónarmiði.
Ég þekki persónulega marga sem neyta kannabisefna í óhófi (og marga sem reykja í hófi, meðal annars sjálfan mig) og tel ég það vera afleiðingu þess að kannabis er ólöglegt. Enn í dag er nákvæmlega ekki neitt sem bendir til þess að kannabis skerði minni varanlega, og dómgreind veit ég ekki til þess að hafi skorðast nema í samhengi við minnisskort á meðan á vímu stendur eða í einhvern tíma eftir það.
Aftur á móti, *er* það sem gerist við langvarandi kannabisnotkun; Þunglyndi. Og það þarf ekki langan tíma af óhófsneyslu til að fólk lendi almennilega í þunglyndinu. En það á samt að hafa valið, og það á að vera frætt. Eins og ég segi, ég tel þessa óhófsneyslu fyrst og fremst vera afleiðingu af því að kannabis er ólöglegt. Án lögleiðingar er enginn sameiginlegur skilningur manna um hvað er of mikið. Það er grundvöllur þess að við getum jafnvel látið okkur dreyma um lögvæðingu, það er aukin fræðsla á þessum aukaverkunum. Ekki að hrópa einhverjar tískulínur eins og “iss, þetta er allt í lagi”. Það er einfaldlega heimska.
Hvað varðar kókaín… mjah, þarna byrjarðu fyrst að hljóma eins og alger örviti. Reyndar ertu eflaust ekkert heimskur maður, tæknilega, eingöngu fáfróður maður sem hefur tilhneigingu til að þvaðra um það sem hann hefur ekki vit á.
Kókaín er stórhættulegt efni. Ég þekki persónulega neytendur þess. Það er ekki líkamlega vanabindandi, en er *gífurlega* vanabindandi andlega. Það þarf ekki nema tvö, þrjú skipti, og þá ertu farinn að gera þetta aftur og aftur og aftur… aldrei vegna þess að *líkaminn* öskrar á þetta, sem gerir það verra. “Bara eitt skipti enn” er dæmigert, og fólk virkilega trúir því að það sé að neyta þess í síðasta skiptið.
Kókaín ýtir mjög mikið undir geðveiki. Það hefur verið kennt í bókum, en ég held að það sé vanmetið nákvæmlega hversu skaðleg áhrif kókaín hefur á geðheilsu fólks. Ég trúi ekki á “neyslu kókaíns í hófi” og mun ég mjög seint taka undir lögleiðingu þessa efnis nema í samráði við geðlækni til þess einmitt að venja fólk af því.
Þú, eins og flestir, hefur eflaust tekið eftir því að morðmálum hefur fjölgað geðveikislega á undanförnum árum. Í nákvæmlega öllum málum sem ég veit um komu fíkniefni við sögu, þá helst amfetamín, og auðvitað… kókaín, en af einhverjum ástæðum virðast neytendur kókaíns hafa mikla tilhneigingu til að spreyta sig á amfetamíni líka, og öfugt.
Annað í þessu er að götuverðið á kókaíni er orðið mjög lágt, og því eru jafnvel táningar farnir að prófa það og neyta þess reglulega, sem er ekki alvarlegt mál, heldur *stór*alvarlegt mál. Á meðan hefur götuverð kannabisefna hækkað, vegna þess að löggan er að bösta einhverja hassistaræfla út um allan bæ sem gera ekki flugu mein á meðan kókaín- og amfetamínbransinn er látinn leika lausum hala, vegna þess að fáir virðast trúa á tilvist hans á Íslandi.
Og eins og ég segi… því miður eru til blábjánar eins og þú sem skemma málstaðinn.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is