Í útvarpsviðtali sagði Bolli Thoroddsen (minnir mig) að þetta væri leiðinlegt að þetta gerist, en gaf í skyn að þetta er eina leiðinn til þess að vinna kosningarnar. Heimdallur hefur oft hreykt sér af því að vera virkasti ungliðahreyfing hér á landi og einnig sú stærsta, með uþb 4.000 meðlimi. Hversu stórt hlutfall þeirra eru virkir veit ég ekki.
Á heimasíðunni http://www.heimdallur.is sem Bolli hefur skrifað sig undir er mótmælt því að stjórn Heimdallar hafi bannað að skrá þúsund nýja meðlimi í félagið. Á síðunni stendur:
“Þessi ákvörðun er okkur ekki léttbær en í ljósi þeirra svika og andlýðræðislegu vinnubragða, sem fráfarandi stjórn, og formaður hennar, yfirlýstur stuðningsmaður mótframboðsins, hafa beitt okkur og stuðningsmenn okkar, verður ekki séð, að boðaður aðalfundur sé haldinn á lýðræðislegum og eðlilegum forsendum. Við slíkt verður ekki unað.”
Mér skilst skv. þessari heimasíðu að stjórnin haldi því fram að misbrestur hafi átt sér stað í nýskráningum í flokkinn.
Þykir mér þetta mesta skemmtun að horfa upp á þetta. Standa þarna tveir hópar og tala um lýðræði í þessum óneitanlega ólýðræðislegu kosningum. Einnig kemur mér það á óvart hversu miklar auglýsingar maður sér víða um vefinn fyrir þessa einstaklinga sem eru að bjóða sig fram í ungliðahreyfingu. Það er greinilegt að þeim vanti ekki peninganna.
Gaman af þessu… hvað finnst ykkur annars?
N/A