Feministi.
Hvað dettur þér í hug? Líklega það sama og flestum öðrum. Óaðlaðandi kona, kafloðin, ómáluð í víðum jogginggalla með hárið uppí loft. En þetta er ekki rétt.

Skilgreining feministans er kona/maður sem telur janfrétti kynjanna ekki hafa náðst.
En þá langar mig að spyrja, hvers vegna er það þá FEMINisti? Ég þekki sæg af karlmönnum sem eru ekki sáttir við það hvernig kynbræður þeirra koma fram við kvenmenn, eða hvernig konur koma fram við karla. Þó eru ekki nema u.þ.b.4 af hverjum 15 sem vita að þeir eru “femin”istar og líklega ekki nema 1-2 sem myndu viðurkenna sig sem slíka.
Ég hef oft rætt þetta við vini mína og kunninga og komist að þeirri niðurstöðu að það fólk sem veit um hvað það er að tala er sammála mér í því að við séum ekki “femin”istar. Við erum “jafnréttisinnar”.