“Össur tekur örlögum sínum eins og maður” eða eitthvað álíka var haft eftir formanni Samfylkingarinnar í kvöldfréttum dagsins. Skáldlegt, ja hérna, það lá við að maður klökknaði… eina nanósekúndu eða svo. Það var ansi skemmtilegt að hlýða á samantekt RÚV af fullyrðingum Ingibjargar um að hún ætlaði EKKI í formannsslag við Össur, o.s.frv. o.s.frv. En af því að hún komst jú ekki inn á þing, verður einhvern veginn að troða henni til valda, er það ekki? Skoðanakönnun er málið, jú meirihlutinn vill að hún taki djobbið að sér. Skiptir þá nokkru máli hvað hún sagði fyrir nokkrum mánuðum síðan? Man nokkur eftir því?