Mig langar nú aðeins til að gagnrýna þetta.
“Þó ég séi bara rétt að verða 16. þá hef ég lengi furðað mig á launum.”
Ég ætla ekki að fleima þig vegna þess að þú ert 16 ára.
“HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ KENNARAR SÉU EKKI MEÐ HÆÐSTU LAUNIN…… Ef allir kennarar mindu bara hætta að kenna þá yrði næsta kynslóð barna heimskari en gsm kynslóðin…”
En hvað með lögreglu? Ef allir lögreglumenn myndu bara hætta yrði 21. öldin glæpaöld á Íslandi. Hvað með Alþingismenn? Ef þeir myndu allir hætta yrðu engar breytingar á stjórnfari og fólk myndi hætta algerlega að pæla í nokkrum lögum eða reglu. Hvað um afgreiðslufólk? Ef það myndi bara hætta að vinna, gæti enginn keypt mat og við myndum öll svelta úr hungri! Á afgreiðslufólk þá ekki bara að vera launahæsta fólkið?
Þetta eru auðvitað ekki rök fyrir fimmaura. :) Þjóðin hefur ekki efni á því að heil starfsstétt leggi bara niður starfsstétt sína og fari vegna þess að kjörin eru ekki nóg. Enda veit ég ekki til þess að það hafi nokkurn tíma gerst í sögu mannkyns. Starfsstéttir hafa vikið vegna tækninýjunga, en ég veit ekki til þess að starfsstétt hafi bara pakkað saman og farið vegna þess að kjörin væru svo slæm.
Þá vil ég benda á það að kjör kennara hafa nýlega verið hækkuð mjög almennilega og er ég mjög ánægður með þá breytingu. Ég vil einnig hafa kennara hálaunaða, ekki vegna þess að þeir eiga það skilið, mér er fjandans sama um það, heldur vegna þess að það hefur margsýnt sig að fólk sem fær hærri laun (og ræður þeim ekki sjálft) gegnir skyldu sinni betur.
“Ef laun kennara væru hærri væri meira um menntaða kennara ekki bara leiðbeinendur .”
Þetta er hárrétt hjá þér. Hjartanlega sammála. Það hefur engan veginn borgað sig að *læra* að kenna, og þess vegna er óþolandi hátt hlutfall kennara algerir fávitar sem kunna ekki að kenna frekar en að skipta atómi í tíu hluta.
“ÉG ætla að læra lögfræði og ef í langann tíma ætlað mér það en ég held að ef kennsla í skólum væri betri þá þyrfti ekki mikið af lögfræðingum (ég tel að fjöldi fólks sem leiti lögfræðiaðstoðar geri það eingaungu vegna fáfræði sinnar.”
Reyndar er það þarna fyrst greinilegt að þú hefðir alveg mátt lesa yfir þetta… þarna opnast svigi sem lokast ekki aftur og maður ruglast dálítið þegar þú heldur áfram.
Allavega, þú ætlar að læra lögfræði. Gott hjá þér. :) Eina sem ég get sagt: Passaðu þig á því að verða ekki eins og þeir sem þarna þegar eru. Upp til hópa kapítalistaöfgasinnar sem sjá einfaldlega ekki annarra sjónarmið og halda að þeir geri það vegna þess að þeir sáu það einu sinni.
“. td. skilnaðarmál, ef fólk hefur búið saman í einhvern tíma og skilur svo og þarf að bæta fleiri aðilum inn í það þá eigi það við fáfræði að stríða ef það getur ekki einu sinni verið ánægt með að þurfa ekki að búa lengur með manneskju sem það getur td. ekki treyst”
Þetta er ekki spurning um að vera ánægður með að hætta með einhverjum… heldur einmitt spurning um traust. Það þarf oft lögfræðiaðstoð til að kljást um eignir eftir skilnaði vegna þess að báðir aðilar vilja eiga hitt og þetta og bara… þetta er mun flóknara en ég held þú gerir þér grein fyrir.
“Og ef fólk hefur búið saman lengi en getur ekki talað saman ef það eyðilegst þá hefur það ekki verið með réttri manneskju”
Well, duh. :) Væntanlega er það að skilja vegna þess að það hefur ekki verið með réttri manneskju.
“Ég held að kennarar og læknar eigi að vera launahæðstir allra á atvinnumarkaðinum………”
Ég er sammála því að þetta lið á að vera í hærri kantinum, en ekki hæst launaðasta.
<BR>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is