Mig langar að koma með eitt sem ég tel góðan punkt. Það er þessi mynd sem ég var að sjá á forsíðunni. Þar er miður fagur herramaður að nafni Guðni Ágústsson. Við að líta á myndina sér maður enn einn pólitíkusinn sem vill ekkert nema sjálfum sér gott gera og er þarna bara að þvaðra eitthvað til að komast áfram.

En eftir nokkrar sekúndur af því að horfa á þetta andlit… geri ég mér betur grein fyrir því að ég þekki hann ekki… og jafnvel… ég hef ekki heyrt hann segja eitt aukatekið orð svo ég muni. Ég veit ekki um neinar ákvarðanir sem hann hefur tekið í starfi, og in fact… veit ég ekki einu sinni í hvaða flokk hann er!

Og svona moment minna mig á það sem ég tók eftir þegar ég var yngri… að með aldrinum verður maður fordómafyllri og hrokafyllri. Kenning sem ég kastaði á móður mína 14 ára gamall… sem hún, mér til undrunar, tók undir (eftir reyndar smástund af umhugsun). Varið ykkur, aldursbræður og aldurssystur… við breytumst smátt og smátt í þessi hrokagerpi sem við gleymum þegar við verðum eldri. ;)

Og þá veit ég það að næst þegar ég sé Guðna Ágústsson í sjónvarpinu mun ég hlusta á það sem hann hefur að segja.<BR>Friður.

<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is