Well, ég veit hvað hraðablinda er, og ég veit að það er viðurkennt fyrirbrigði, sko. ;)
Ég var að spyrja hvort það væri viðurkennt fyrirbrigði að tvöfaldar akgreinar stuðluðu að hraðablindu.
Þarna kemur einmitt fram: “Vegurinn er breiður og vítt allt í kring.”
Þakka þér fyrir það. Aftur á móti er mjög vítt alls staðar í kring þarna hvort sem er, svo að manni finnst nú líklegt að tvöföldun vegarins geri meira gott heldur en slæmt, án þess þó að ég hafi heyrt skoðanir sérfræðings á því. Ég man ekki til þess að hafa keyrt Reykjanesbrautina nokkurn tíma án þess að hafa orðið verulega var við hraðablindu. Enda ekki vegur sem býður upp á margt annað. Bíllinn hennar múttu er reyndar allt nema hljóðlátur og það eru takmörk fyrir því hversu háa tónlist er hægt að spila í honum, en samt… er hún þarna. Blessuð hraðablindan.<br><br>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is