Núverandi stjórnarflokkar gengu til kosninga með útrunninn varnarsamning og samkvæmt síðustu upplýsingum vitneskju þess efnis að Bandaríkjamenn hefðu ákveðið að flytja flugflota sinn frá landinu.

Ísland allt í einu án varna, eftir öll þessi ár ef ekki takast samningar um annað.

Er það allt í lagi eða þurfa Íslendingar sjálfir að fara að búa til eigin her ?

Svo virðist sem hugmyndir þess efnis séu fyrir hendi innan Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins, aðrir hafa ekki reifað þær hugmyndir.

Þurfum við að vera hervædd þjóð eða gætum við kanski lýst því yfir að Ísland eitt landa innan Nato teldi sig ekki þurfa á her að halda.

Hvað finnst ykkur ?

góð kveðja.
gmaria.