Kapítalismi byggir á frjálsum markaði og samkeppni. Að það að þú getir eignast mikið með því að vera duglegur hvetji þig til að vera duglegur og þú munir geta stofnað fyrirtæki og ráðið fullt af fólki sem er kannski ekki eins duglegt. Að samkeppni muni bæta hag allra þar sem verð muni haldast lág.
Sósíalismi vill meiri ríkisafskipti og meira kerfi. Þar er frekar reynt að jafna kjörin þannig að þeir sem eru fátækir fá styrki frá ríkinu, atvinnulausir og öryrkjar fá bætur o.s.frv. Auk þess vilja margir sósíalistar alls ekki að vissir hlutir séu einkavæddir heldur eigi þeir að vera reknir af ríkinu, t.d. sjúkrahús og skólar.