Ég sat um daginn og fór að hugsa um framtíðina, það er daginn á morgun, hið ókomna. Inn í þessum hugleiðingum fór ég að spá í það að af ævi minni er Davíð Oddsson búinn að vera forsætisráðherra í um 62%, og er núna sennilega á sínum loka skrefum. Hver er þá verðugur arftaki hans sem formaður þessa mikla hugsjóna flokks? Geir H. segja margir, Björn hefði hann unnið borgina, er einhver annar eða er búið að rétta fjármálastjóra stærsta fyrirtæki landsins “ríkið” formannsembættið? Er það eitthvað sem að við sækjumst eftir, Geir er meðlimur í gamla skólanum þessum sem er að ljúka sínu lífsskeiði í pólitík, á ekki eftir að sækja nýja kjósendur. En ég held ég viti hver myndi gera það Þorgerður Katrín!!!!!!! Er hún ekki næginlega fersk til að rífa þennan flokk upp úr þeirri lægð sem að hann virðist vera að stefna í?