Já, einhæfur og endurtekinn málflutningur og áburður hans fór fyrst í taugarnar á mér, en nú heyri ég ekki lengur neitt af því sem hann segir, það fer einhvernveginn inn um eitt og út um annað og lauslega má þýða það sem ég heyri þegar hann talar á þennan veg:
“Bla bla bla Oddsson frábær, bla bla bla, Jón Ólafsson þetta, Jón Ólafsson hitt, bla bla bla, Ólafur Ragnar bla bla bla etc.etc.etc.)”
Þessi sífellda endurtekning -hrós um sömu mennina og áburður á aðra, skemmir eingöngu fyrir honum sjálfum. Honum er jú boðið í sjónvarp öðru hverju, en þá aðallega til að fólk geti brosað af honum, en lítið annað. Þeir sjálfstæðismenn sem ég þekki til eru sömu skoðunar og ég, og ef eitthvað er farnir að verða vandræðalegir yfir málflutningi Hannesar (og reyndar Jóns Steinars einnig).
Maður veit, og vissi aldrei eiginlega hver hugmyndafræði þessa stjórnmálafræðings er, því hún komst (og kemst væntanlega) aldrei að fyrir umfjöllun um hinar og þessar persónurnar.
Kannski að hún liggi í bókinni sem hann gaf út um jólin um fynda alþingismenn (eða eittvhað svoleiðis), sem hann í auðmýkt sinni valdi bestu bók ársins?<BR