Ég léti nú í friði að segja “til helvítis”. Ég er nú samt alveg jafn ósáttur við það að það sé einhver alger-hægri stefna í gangi rétt eins og ég væri ef það væri einhver alger-vinstri stefna. Auðvitað virkar eitthvað ofstæki ekkert í litla, sæta landinu okkar. Ég vil sjálfur hvorki flokka mig til hægri eða vinstri, mér finnst það svo misjafnt hvernig maður eigi að líta á málið eftir atvikum. Allavega… eins og ég segi, ég er óánægður. Aftur á móti sér maður það svo vel að um leið og menn príla upp stigann í þessari blessuðu pólitík, hætta þeir að hugsa um málstað sinn, og fara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Ég veit því ekki hvort það er eitthvað til gagns að vera að skipta. :) Bara… fuck the system, segi ég áfram.<BR>Friður.
<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is