Þessi síða er glæsilegur kostur fyrir fólk til þess að kanna þjóðarpúlsinn og taka þátt í málefnum og spjalla saman um sameiginleg áhugamál. Gróusögur hafa aldrei verið meiri og flótti frá staðreyndum málefna algengur til þess að koma misvísandi skilaboðum á framfæri. Það er algengt að greinum sé svarið með kjaftasögum eða eigin reynslu á e-h persónu slíkt er ekki málefnalegt og leiðinlegt að sjá skrif eins og t.d. “Björn er svo dull og krumpaður”, “sköllótta kerlingin” og fullyrðingar eins og “ sonur forsætisráðherra er hommi”.
Þetta eru skrif sem eiga ekki heima hér og þegar verið er að fjalla um málefni viðurkennir gagnrýnandinn sína eigin vitleysu með svörum sem kemur inn á útlit stjórnmálamanna.
Sýnum fordæmi, ef fólk getur ekki svarað með röksemdum er betra að sleppa því.
If fifty million people say a foolish thing, it is still a foolish thing.