Eitt hefur angrað mig mikið undanfarið og það eru skoðanakannanir DV. Í fyrsta lagi sýnir hún ekki rétta mynd í þjóðfélaginu þar sem hún er tækifærissinnuð þar sem öryrkjamálið ber sem hæst núna. Annað er að úrtakið í þessum könnunum er ekki nema um 600 manns og þar af eru ekki nema um 70% sem taka afstöðu eða 420 manns. Þar af leiðandi get ég ekki tekið mikið mark á jafn litlu úrtaki þar sem það er ekki nema brot ú prósenti að markaðshópnum, eitt sem væri rétt að benda fólki á þegar könnunin er sett upp í DV sem oftar en ekki er handbendi eins flokks á landinu.