Góðan Daginn
Mig langar til að heyra álit ykkar á því að framkvæmdastjóri ASÍ og fleiri vari við skattalækkunum og segja að slíkt geti kalað á þenslu og seðlabankinn kemur núna og segir að ef skattar eru lækkaðir þurfi að hækka vexti til að sporna við þenslu. Ég verð að viðurkenna að mér finst nú að þessir menn hefðu á að tjá sig fyrir kosningar en ekki eftir þær. Hit finst mér skrítið að það geti kallað á þenslu ef launþegar fengju skattlækkun í staðin fyrir launahækkun, eða vil framkvæmdastjóri Así ekki að laun hanns umbjóðenda hækki ? Ég get allanvega sagt fyrir mig að ég vil frekar fá 3 % skattalækkun en 3 % launahækkun sem mundi væntalega vera velt út í verðlag. Blanda af þessum leiðum væri best hófleg launahækkun og skattalækkun kemur öllum fyrir bestu. Þetta er sú leið sem Halldór Ásgrímsson boðaði í kosnigabaráttuni og ætla ég að vona að hann geti haft vit fyrir Davíð og félögum.